Fara beint í efnið

Strandveiðar hefjast í næstu viku

23. apríl 2024

Umsóknir fyrir strandveiðar voru opnaðar í síðustu viku og nú þegar hefur verið sótt um leyfi fyrir rúmlega 200 skip.

Fiskistofa -  Strandveiaðar

Við minnum á að mikið álag er á stofnuninni í upphafi strandveiðivertíðar og við beinum því aðilum á að senda frekar tölvupóst á fiskistofa@fiskistofa.is heldur en að hringja.

Gott er að hafa í huga að afgreiðsla strandveiðileyfis getur tafist ef opinberar upplýsingar eru misvísandi eða sýna ekki fram á eignarhald allra þeirra aðila sem eiga eða gera út skip. Fiskistofa mun taka þær umsóknir til sérstakrar skoðunar með tilheyrandi gagnaöflun.

Afgreiðsla umsókna sem ekki fara í gegnum umsóknargáttina getur tekið allt að fjóra virka daga.

Allar nánari upplýsingar um tilhögun veiðanna ásamt leiðbeiningum fyrir umsóknarferlið er að finna hér á síðunni í grein um strandveiðar.