Raunverulegir eigendur félags
Raunverulegur eigandi í tilviki lögaðila telst meðal annars vera sá einstaklingur eða einstaklingar sem í raun eiga eða stjórna lögaðila:
1. í gegnum beina eða óbeina eignaraðild að meira en 25% hlut í lögaðilanum, 2. sem ráða yfir meira en 25% atkvæðisréttar með beinum og/eða óbeinum hætti, 3. teljast á annan hátt hafa yfirráð yfir lögaðila.
Í hverju félagi geta raunverulegir eigendur verið einn eða fleiri og eru félög sjálf ábyrg fyrir því að afla upplýsinga um raunverulega eigendur sína.