Fara beint í efnið

Minningarsjóður um Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason - styrkumsókn

Hjónin Bergþóra Magnúsdóttir og Jakob Júlíus Bjarnason bakarameistari gerðu með sér erfðaskrá árið 1932 um að eftir andlát þeirra yrði stofnaður sjóður þar sem allar þeirra eigur yrðu að stofnfé sjóðsins. Minningarsjóður Bergþóru og Jakobs er sjálfseignarstofnun/sjóður sem starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Umsókn um styrk úr minningarsjóði Bergþóru og Jakobs

Tilgangur sjóðsins er að styrkja gæða- og vísindastarf í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Með gæðum í heilbrigðisþjónustu er átt við að heilbrigðisþjónusta sé örugg, rétt tímasett, skilvirk, byggð á jafnræði, notendamiðuð og árangursrík. Styrk úr sjóðnum má veita til vel skilgreindra gæðaverkefna eða til vísindarannsókna sem fengið hafa leyfi vísindasiðanefndar. Við styrkveitingar skulu rannsóknir á krabbameinssjúkdómum vera í forgangi.

Stjórn sjóðsins er skipuð þremur einstaklingum; landlækni, forseta læknadeildar Háskóla Íslands og forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.

Þjónustuaðili

Embætti land­læknis