Fara beint í efnið

Lögbundin gjafsókn

Lögbundin gjafsókn

Rafræn umsókn auðveldar umsóknarferlið fyrir þig. Áður en þú heldur áfram er gott að kynna sér hvaða upplýsingar eru sóttar og hvernig er farið með upplýsingar.

Þegar mælt er fyrir um gjafsókn í lögum, þá er það kallað lögbundin gjafsókn. 

Í vissum tilfellum þarf ekki að sækja sérstaklega um gjafsóknina. Þetta á til dæmis við í:

  • Faðernismálum. Þegar barn höfðar faðernismál.

  • Véfengingarmálum. Þegar barn höfðar mál til véfengingar á faðerni sínu.

  • Lögræðismálum. Í dómsmálum vegna sviptingar á lögræði einstaklings.

Í öðrum tilfellum þarf að sækja um lögbundna gjafsókn. Þetta á til dæmis við:

  • í málum þar sem einstaklingur fer fram á bætur fyrir handtöku, leit á manni eða í húsi, hald á munum, rannsókn á heilsu manns, gæsluvarðhalds eða vegna annarra aðgerða sem hafa frelsissviptingu í för með sér.

  • mál á grundvelli barnaverndarlaga. Sem dæmi um málefni sem barnaverndarlög fjalla um má nefna fóstur barns, vistun barns og forsjársviptingu.

Umsókn

Skriflega umsókn um gjafsókn þarf að senda til dómsmálaráðuneytisins að minnsta kosti þremur vikum fyrir aðalmeðferð máls. 

Afgreiðslutími umsókna er almennt 1 - 2 mánuðir. 

Eftirfarandi þarf að koma fram í umsókninni:

  • Fullt nafn, kennitala, staða og heimilisfang umsækjanda og gagnaðila.

  • Fyrir hvaða dómi málið er rekið og hvaða lögmaður fer með það fyrir hönd umsækjanda.

  • Helstu málsatvik, málsástæður og lagarök.

  • Á grundvelli hvaða gjafsóknarheimildar er sótt um gjafsókn.

Fylgigögn

Með umsókninni þurfa að fylgja:

  • helstu málsskjöl

  • önnur gögn sem gætu haft þýðingu við vinnslu umsóknarinnar.

Lögbundin gjafsókn

Tengd stofnun

Sýslu­menn

Dómsmálaráðuneytið

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14