Fara beint í efnið

Leyfi til líkbrennslu

Skylt er að greftra lík í lögmætum kirkjugarði eða brenna í viðurkenndri líkbrennslustofnun (bálstofu) sem sýslumaður hefur löggilt.

Skylt er að virða ákvarðanir sjálfráða manns um hvort greftra skuli lík hans eða brenna.

Ef ekki er vitað um vilja látins sjálfráða manns ákveða eftirlifandi maki (sambúðaraðili) og niðjar (kjörniðjar) hins látna hvort lík skuli greftrað eða brennt.

Ef hvorki maka né niðjum er til að dreifa taka foreldrar og systkini hins látna ákvarðanir um hvort lík skuli greftrað eða brennt.

Ef maður var ósjálfráða er hann féll frá tekur lögráðamaður hins látna ákvörðun um hvort lík hans skuli brennt.

Áður en líkbrennsla fer fram þarf sá sem sér um framkvæmd hennar að senda skriflega beiðni um málið til sýslumanns í því umdæmi sem hinn látni var með lögheimili.

Áður en leyfi til líkbrennslu er veitt þarf að vera búið að tilkynna andlátið til sýslumanns og hafa samráð við lögreglustjóra um að hann sjái því ekkert til fyrirstöðu að líkbrennsla fari fram.

Kærufrestur

Heimilt er að kæra ákvarðanir sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins innan þriggja mánaða frá móttöku.

Lög og reglugerðir

Lög nr. 36/1993 um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu

Reglugerð nr. 668/2007 um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15