Fara beint í efnið

Foreldrar geta sótt um fæðingarorlof stafrænt á einfaldan og notendavænan hátt. Ferlið sækir sjálfkrafa þau gögn sem þurfa að fylgja umsókninni og sendir áfram til maka og atvinnurekanda til samþykktar, ef við á.

Flest allir ættu að geta nýtt sér umsóknarferlið en það styður t.d. umsóknir foreldra í námi, vegna fjölburafæðinga, ættleiðinga og svo mætti lengi telja.

Að auki getur barnshafandi foreldri, sem vegna sérstakra aðstæðna þarf að dvelja fjarri heimili sínu fyrir fæðingu, átt kost á að sækja um dvalarstyrk.

Athugið að barnshafandi foreldri þarf að klára stafræna umsókn á undan maka.

Umsóknin er í stöðugri þróun og hvetjum við umsækjendur til þess að senda okkur
ábendingar og tillögur til island@island.is.


Réttur til fæðingarorlofs

Foreldri í meira en 25% starfi á rétt á launuðu fæðingarorlofi í 6 mánuði. Greiðslur eru tekjutengdar og nema 80% af meðaltali heildarlauna, að hámarki 600.000 kr. á mánuði.

Hefja má töku fæðingarorlofs allt að mánuði fyrir áætlaðan fæðingardag.

Skila þarf umsókn 6 vikum fyrir áætlaðan fæðingardag eða ef barn er þegar fætt, 6 vikum fyrir upphaf töku fæðingarorlofs.

faedingarorlof

Stafræn umsókn um fæðingarorlof

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun