Fara beint í efnið

Endurveiting ökuréttar

Sækja um endurveitingu ökuréttar

Kostnaður

Ökuskírteini kostar 8.600 krónur.

Bráðabirgðaskírteini til þriggja ára kostar 4.300 krónur. 

Skilyrði endurveitingar

Svipting á bráðabirgðaskírteini

Einstaklingur með bráðabirgðaskírteini sem missir bílprófið, þarf alltaf að fara á námskeið og standast bóklegt og verklegt próf til að fá ökuskírteinið aftur. 

Svipting á fullnaðarskírteini

Við missi bílprófs í minna en eitt ár má sækja ökuskírteinið til lögreglu að sviptingartímanum liðnum og fá þannig ökuréttindin aftur.

Missir þú bílprófið í meira en eitt ár, þarftu að fara á námskeið og standast bóklegt og verklegt próf til að fá ökuskírteinið aftur. 

Missir þú bílpróf í meira en þrjú ár getur þú sótt um að fá réttindin aftur að þremur árum liðnum. Skila þarf staðfestingu frá lögreglustjóra um heimild til styttingar sviptingunni með umsókn til sýslumanns.

Missir þú bílprófið ævilangt, getur þú sótt um að fá réttindin aftur þegar fimm ár eru liðin. Skila þarf staðfestingu frá lögreglustjóra um heimild til að öðlast ökuréttindi á ný þegar umsókn er skilað til sýslumanns.  

Afturköllun ökuréttinda

Lögreglustjóri getur afturkallað ökuréttindi ef skilyrðum til að öðlast ökuréttindi er ekki lengur fullnægt. 

Þegar ökuréttindi eru afturkölluð er ökuskírteinið afhent lögreglu. 

Afturköllun ökurréttinda af heilsufarsástæðum

Skila þarf umsókn um endurveitingu til sýslumanns ásamt læknisvottorði þar sem staðfest er að breytingar hafi átt sér stað á heilsufari umsækjanda og læknir telji hann hæfan til að hafa ökuréttindi.

Sýslumaður metur vottorðið og gefur viðkomandi í framhaldinu heimild til að fara aftur í ökupróf, bóklegt og verklegt.

Sækja um endurveitingu ökuréttar

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15