Fara beint í efnið

Endurgreiðsla VSK til byggingaraðila og VSK-skyldra

Byggjendur íbúðarhúsnæðis eiga rétt til endurgreiðslu 35% þess virðisaukaskatts sem greiddur er af vinnu manna á byggingarstað.

Áfram er hægt að sækja um 60% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna framkvæmda sem féllu til á tímabilinu 1. september 2022 til 30. júní 2023, næstu sex ár frá því endurgreiðsluréttur stofnaðist.

Sótt er um endurgreiðslur á eyðublaði RSK 10.17 og skal þeirri umsókn skilað með tölvupósti á tölvupóstfangið skatturinn@skatturinn.is

Skilyrði endurgreiðslu

Virðisaukaskattsskyldum byggingaraðila sem byggir íbúðarhúsnæði til sölu eða leigu má aðeins endurgreiða virðisaukaskatt vegna byggingarinnar ef virðisaukaskattsskýrslu fyrir sama tímabil hefur verið skilað.

Endurgreiðslunni er skuldajafnað á móti álögðum virðisaukaskatti sama tímabils.

Beiðni um endurgreiðslu virðisaukaskatts til byggingaraðila

Gögn með umsókn

Meðfylgjandi beiðni um endurgreiðslu skal vera greinargerð þar sem sundurliðaðir eru greiddir vinnureikningar á viðkomandi endurgreiðslutímabili og/eða reiknaður virðisaukaskattur vegna vinnu byggingaraðila og starfsmanna hans.

Með beiðni skulu einnig fylgja afrit þeirra reikninga sem endurgreiðslubeiðni byggir á. Ekki er þörf á að senda frumrit reikninga eða annarra tekjuskráningargagna.

Fylgi beiðni önnur fylgiskjöl skal gerð grein fyrir þeim í reitnum „önnur fylgiskjöl“.


Nánari upplýsingar og leiðbeiningar á vef Skattsins

Þjónustuaðili

Skatt­urinn