Fara beint í efnið

Viðurkenning mælingarmanna vegna burðarvirkis og hjólastöðu ökutækja

Samgöngustofa heldur lista yfir þá aðila sem eru viðurkenndir til útgáfu á burðarvirkis- og hjólastöðuvottorðum.

Til þess að mælingarmaður sé viðurkenndur af Samgöngustofu þarf sá aðili að sækja námskeið í útgáfu á burðarvirkisvottorðum og hjólastöðuvottorðum ásamt því að standast úttekt á starfsstöð. Iðan fræðslusetur sér um utanumhald á námskeiðum og úttektum mælingarmanna á starfsstöð.

Viðurkenning mælingarmanns gildir í 5 ár, til þess að viðhalda heimild skal mælingarmaður sækja endurmenntun á fimm ára fresti.

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa