Fara beint í efnið

Breytt lögheimili barns

Foreldri með sameiginlega forsjá, getur farið fram á að sýslumaður taki til meðferðar beiðni um að lögheimili barns flytjist til sín.

Skráning lögheimilis hefur margvísleg áhrif á ýmsum réttarsviðum. Sem dæmi má nefna að skyldur sveitarfélaga til að veita þjónustu innan velferðarkerfisins eru að mestu leyti bundnar við lögheimili eða búsetu í tilteknu sveitarfélagi, t.d. samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, lögum um leikskóla og lögum um grunnskóla.

Foreldrið, sem barn er með lögheimili hjá, á rétt á að fá meðlag með barninu frá hinu foreldrinu.

Foreldrið sem barn á lögheimili hjá hefur stöðu einstæðs foreldris samkvæmt skattalögum. Barnabætur vegna barns greiðast framfæranda barns og er við mat á því hver telst framfærandi fyrst og fremst litið til þess hjá hverjum barn er skráð til lögheimilis í árslok hjá Þjóðskrá.

Beiðni foreldris með sameiginlega forsjá um breytt lögheimili barns