Fara beint í efnið

Staðfestri samvist breytt í hjónaband

Einstaklingar sem vilja breyta skráningu í þjóðskrá úr staðfestri samvist í hjúskap geta gert svo með því að senda inn beiðni um slíkt undirritaða af báðum aðilum. Ekki þarf að fylla út sérstakt eyðublað.

Athugið að skráð sambúð og staðfest samvist er ekki það sama. Staðfest samvist á við samkynhneigða einstaklinga sem höfðu ekki heimild lögum samkvæmt til að ganga í hjónaband, en gátu þess í stað fengið samvist sína staðfesta.

Breyta staðfestri samvist í hjúskap