Fara beint í efnið

Breyting á nafni félags

Tilkynna skal til fyrirtækjaskrár breytingar er verða á skráningarskyldum atriðum innan mánaðar frá því að ákvörðun var tekin um breytingu. Hluthafafundur þarf að samþykkja breytingu á nafni félags. Sé hluthafi einn er breyting á nafni skráð í gerðabók.

Einnig er nauðsynlegt að skila inn nýjum samþykktum þar sem hið nýja nafn kemur fram. Samþykktir skulu vera dagsettar þann dag er hluthafafundur samþykkti nafnabreytingu og undirritaðar af meirihluta stjórnar eða skráðum prókúruhafa.

Nánar á vef Skattsins

Tilkynning um breytingu á nafni félags

Þjónustuaðili

Skatt­urinn