Fara beint í efnið
Ísland.isFjölskylda og velferð

Beiðni um samþykki vegna ráðstöfunar eigna ófjárráða

Beiðni um samþykki yfirlögráðanda

Samþykki sýslumanns þarf vegna ráðstöfunar eigna ófjárráða og á það bæði við um þá sem eru ófjárráða vegna aldurs og þá sem sviptir hafa verið fjárræði sínu.

Samþykkið þarf meðal annars til að binda ófjárráða aðila við kaup eða sölu fasteignar, loftfars, skráningarskylds skips eða skráningarskylds ökutækis, svo og atvinnufyrirtækis. Sama gildir ef ófjárráða einstaklingur fær afhentar slíkar eignir án endurgjalds.

Beiðni um samþykki yfirlögráðanda