Stafrænt skipulag og landupplýsingar
Skipulagsstofnun heldur utan um þróun og innleiðingu stafræns skipulags og landfræðilegra gagnagrunna um skipulag á haf- og strandsvæðum og mat á umhverfisáhrifum, ásamt þróun og rekstri Skipulagsgáttar, Skipulagsvefsjár og vefsjáa fyrir stafrænt skipulag.
Hér fyrir neðan má nálgast ýmis skipulagstengd gögn á landupplýsingaformi sem Skipulagsstofnun heldur utan um auk upplýsinga um gögn annarra aðila sem nýtast við skipulagsgerð.
Stafrænt skipulag
Samkvæmt skipulagslögum skal vinna aðal- og deiliskipulag á stafrænu formi. Það á einnig við um strandsvæðisskipulag samkvæmt lögum um skipulag haf- og strandsvæða. Það felur í sér að skipulagsuppdrættir eru unnir á samræmdan hátt í landupplýsingakerfi. Stafrænt skipulag er viðbót við önnur hefðbundin skipulagsgögn s.s. uppdrætti og greinargerðir. Staðfest og undirritað aðal- og deiliskipulag er, líkt og áður, hin endanlega heimild.
Frá og með 1.júní 2025 skal nýju deiliskipulagi skilað á stafrænu formi.
Skil á stafrænu formi á við um nýtt deiliskipulag sem berst Skipulagsstofnun til athugunar eftir auglýsingu skv. 42. gr. skipulagslaga auk hefðbundinna skipulagsgagna. Sömuleiðis þarf að skila stafrænum gögnum fyrir breytingar á deiliskipulagi, verulegar og óverulegar, en aðeins ef viðkomandi deiliskipulag er til fyrir á stafrænu formi í vefsjá.
Hér má nálgast vefsjár og ýmis landupplýsingagögn ásamt leiðbeiningum um gerð stafræns skipulags:
Önnur gögn
Hér má nálgast önnur landupplýsingagögn sem Skipulagsstofnun heldur utan um ásamt gögnum annarra aðila sem nýtast við skipulagsgerð.
Gögn annarra aðila
Á Lýsigagnagátt Náttúrufræðistofnunar Íslands má nálgast stafræn landupplýsingagögn opinberra aðila. Meðal þeirra gagna sem nýtast við skipulagsgerð eru:
Friðlýst svæði
B-hluti náttúruminjaskrár
Vatnshlot
Vatnasvið
Vatnsverndarsvæði
Fornleifaskráning
Sveitarfélagamörk
Vistgerðakort
Kortlagning landbúnaðarlands
Rammaáætlun
