Fara beint í efnið

Íslykill

Íslykill hættir í notkun 1. september 2024. Í staðinn getur þú notað rafræn skilríki eða auðkennisappið.

Hægt er að virkja rafræn skilríki í auðkennisappinu á íslensku eða erlendu farsímanúmeri.

Íslykill er auðkenningarleið sem gefinn var út áður en rafræn skilríki komu til sögunnar. Rafræn skilríki eru öruggari og taka við af Íslykli.

Ef einstaklingur getur notað rafræn skilríki skal ávallt velja þann kost fram yfir Íslykil.

Ef ekki er kostur á rafrænum skilríkjum er hægt að sækja um Íslykil í neyð.

Sækja Íslykil í neyð

Þarftu aðgang að Mínum síðum Ísland.is fyrir hönd fyrirtækis?
Prókúruhafar fyrirtækja geta skráð sig inn á Mínar síður með sínum persónulegu rafrænu skilríkjum og skipt yfir á fyrirtæki. Ekki þarf til þess Íslykil. Nánar um aðgangsstýringu á Mínum síðum.

Algengar fyrirspurnir um Íslykil

Þjónustuaðili

Staf­rænt Ísland