Fara beint í efnið

Uppsagnir starfsfólks

Komi til uppsagna gilda ákveðin lög og reglur um uppsagnarferlið. 

Uppsagnarfrestur er sá tími sem þarf að líða frá því að uppsögn tekur gildi og þar til starfsmaður hættir störfum.

Lengd uppsagnarfrests ræðst af starfsaldri og/eða lífaldri viðkomandi starfsmanns. Uppsagnarfrestur er að jafnaði 1 til 3 mánuðir en getur verið styttri eða lengri eftir ákvæðum kjarasamninga.

Starfsmanni er skylt að vinna út uppsagnarfrest nema um annað sé sérstaklega samið á milli hans og vinnuveitanda.

Hópuppsagnir

Ef um hópuppsögn er að ræða skal vinnuveitandi svo fljótt sem auðið er hafa samráð við trúnaðarmann eða annan fulltrúa starfsmanna.

Vinnuveitandi þarf að tilkynna fyrirhugaðar uppsagnir til svæðisvinnumiðlunar Vinnumálastofnunar í því umdæmi sem viðkomandi starfsmenn vinna. 

Hópuppsagnir – upplýsingar á vef Vinnumálastofnunar
Réttindi og skyldur, vinnuréttarvefur ASÍ

Vert að skoða

Lög og reglur

Þjónustuaðili

Vinnu­mála­stofnun