Fara beint í efnið

Samfélag og réttindi

Undirskriftalistar – stofna nýjan lista

Stofna undirskriftalista

Um undirskriftalista á grundvelli reglugerða

Undirskriftalisti vegna almennra atkvæðagreiðslna samkvæmt sveitarstjórnarlögum

 1. Ábyrgðarmaður/menn tilkynnir sveitarstjórn um fyrirhugaða undirskriftasöfnun.

 2. Sveitarstjórn á innan 4 vikna að meta hvort hægt sé að fara í almenna atkvæðagreiðslu og láta ábyrgðarmann/menn vita án tafar. Ef sveitarstjórn hafnar má kæra til dómsmálaráðuneytis.

 3. Sveitarstjórn leiðbeinir ábyrgðarmanni/mönnum um orðalag tilkynningar vegna undirskriftasöfnunar og aðstoðar á annan hátt. 

 4. Undirskriftasöfnun má hefja á þeim degi sem sveitarstjórn heimilar, þó eigi síðar en innan 2 vikna.

 5. Sveitarstjórn auglýsir undirskriftasöfnun opinberlega, ákveður upphafsdag og lokadag kosninga og tilkynnir Þjóðskrá Íslands um undirskriftasöfnun. 

 6. Ábyrgðarmaður sækir um að virkja undirskriftalista á Ísland.is

 7. Þjóðskrá Íslands þarf allt að 5 virka daga til að útbúa kjörskrá eða annað þýði úr þjóðskrá og opnar lista.

 8. Listinn getur bæði verið rafrænn og á pappír.

 9. Ábyrgðarmaður afhendir Þjóðskrá Íslands pappírsundirskriftir í frumriti og á rafrænu formi (excel – csv) Frumritið skal vera á númeruðum blaðsíðum 1, 2, og svo framvegis. Fyrsta nafn á frumriti sama og fyrsta nafn á rafrænu formi. 

 10. Þjóðskrá Íslands afhendir ábyrgðarmanni niðurstöður undirskriftalista á pdf formi, rafrænt undirritað.

 11. Ábyrgðarmaður afhendir forsvarsmanni sveitarfélags undirskriftir og niðurstöður ásamt staðfestingu Þjóðskrá Íslands.

Reglugerð um undirskriftasafnanir vegna almennra atkvæðagreiðslna samkvæmt sveitarstjórnarlögum

 Undirskriftalisti vegna óska um borgarafundi samkvæmt sveitarstjórnarlögum

 1. Ábyrgðarmaður tilkynnir sveitarstjórn um fyrirhugaða undirskriftasöfnun. 

 2. Sveitarstjórn auglýsir undirskriftalista opinberlega og tilkynnir Þjóðskrá Íslands. 

 3. Ábyrgðarmaður sækir um að virkja undirskriftalista á Ísland.is

 4. Listinn getur bæði verið rafrænn og á pappír.

 5. Ábyrgðarmaður afhendir Þjóðskrá Íslands pappírsundirskriftir í frumriti og á rafrænu formi (excel – csv) Frumritið skal vera á númeruðum blaðsíðum 1, 2, og svo framvegis. Fyrsta nafn á frumriti sama og fyrsta nafn á rafrænu formi. 

 6. Þjóðskrá Íslands afhendir ábyrgðarmanni niðurstöður undirskriftalista á pdf formi, rafrænt undirritað.

 7. Ábyrgðarmaður afhendir forsvarsmanni sveitarfélags undirskriftir og niðurstöður ásamt staðfestingu Þjóðskrá Íslands.

Reglugerð um undirskriftasafnanir vegna óska um borgarafundi samkvæmt sveitarstjórnarlögum

Stofna undirskriftalista