Laus störf hjá Ísland.is eru auglýst á starfatorginu

Verkefnastjóri í rafrænni stjórnsýslu

Um er að ræða starf á sviði rafrænnar stjórnsýslu. Meginverkefni sviðsins snúa að þróun og rekstri hugbúnaðar undir merkjum upplýsinga- og þjónustuveitunnar Ísland.is. Starfið er fjölbreytt og felst meðal annars í að greina ný þróunarverkefni og stýra þeim, veita ráðgjöf til ráðuneyta, stofnana, þjónustuveitenda og notenda, ásamt því að bregðast við rekstrarvandamálum.
Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Próf á háskólastigi, tölvunarfræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun upplýsingatækniverkefna
  • Frumkvæði, metnaður og nákvæm vinnubrögð
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku og hæfni til að miðla upplýsingum í rituðu og töluðu máli.

Um er að ræða fullt starf og verður ráðið í starfið frá 1. apríl n.k. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna.

Leitað er að traustum einstaklingi sem tekur ábyrgð á verkefnum, heldur þeim á áætlun og fylgir þeim eftir til loka. Viðkomandi þarf að hafa skipulagshæfileika, vera lausnamiðaður og geta unnið eftir skilgreindum gæða- og öryggisferlum.

Nánari upplýsingar um starfið veita Sigurbjörg J. Narby Helgadóttir, mannauðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands sjh@skra.is og Halla Björg Baldursdóttir, sviðsstjóri rafrænnar stjórnsýslu hjá Þjóðskrá Íslands hbb@skra.is

Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir skulu sendar á netfangið starfsumsoknir@skra.is.  Umsóknarfrestur er til og með 30. janúar 2017. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna.

Athygli er vakin á því, að umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, nr. 464/1996, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Laus störf hjá Ísland.is eru auglýst á Starfatorginu þegar svo ber undir. Á Starfatorginu er að finna upplýsingar um laus störf hjá ríkinu.

Starfatorgið