Flutt til útlanda

Sá sem flyst til útlanda og hættir að eiga lögheimili hér á landi verður lögum samkvæmt að tilkynna það Þjóðskrá Íslands áður en hann fer.

Flutt milli landa

 • Þegar einstaklingur eða fjölskylda hefur ákveðið að flytjast búferlum til útlanda er að mörgu að hyggja.
 • Þegar flutt er til einhvers hinna Norðurlandanna er nauðsynlegt að tilkynna sig og sína hjá þar til bæru stjórnvaldi í sveitarfélagi sem flutt er til, vegna ýmissa réttinda sem flytjast milli landanna. Framvísa þarf persónuskilríki eða vegabréfi og gefa upp íslenska kennitölu.
 • Ef flutt er til landa utan Norðurlanda er nauðsynlegt að kynna sér vel hvaða reglur gilda um dvalar- og atvinnuleyfi í landinu og athuga hvort vegabréfsáritun er nauðsynleg. Æskilegt er afla sér upplýsinga um þær breytingar sem verða á réttindum og skyldum hvers og eins við flutning lögheimilis frá Íslandi.
  Flutningur milli landa á vef Sjúkratrygginga Íslands
 • Athuga hvort vegabréf eru gild og sækja um ný ef þarf. Tilkynna til Þjóðskrár Íslands að lögheimili verði flutt og gefa upp fullt aðsetur erlendis.
  Upplýsingar um vegabréf


Vegabréf á island.is

 

 • Athuga hvaða persónuskilríki og skírteini gilda í viðkomandi landi, sækja um ný ef þarf og afla tilskilinna leyfa og vottorða sem nauðsynlegt er að framvísa í viðkomandi landi, til dæmis vegna:
 • atvinnu
 • menntunar – eigin náms og náms barna
 • húsnæðis
 • heilsugæslu
 • almannatrygginga
 • skatta og annarra opinberra gjalda
 • ökuréttinda