Ísland.is í úrslitum til íslensku vefverðlaunanna
Ísland.is er í efstu fimm sætunum í flokknum „Opinberir vefir“. Veitt eru verðlaun í 15 flokkum sem endurspegla breidd verkefna sem vefiðnaðurinn á Íslandi kemur að. Verðlaunaafhending og uppskeruhátíð Íslensku vefverðlaunanna verður haldin í Íslensku óperunni föstudaginn 29. janúar 2016.