Fara beint í efnið

Tengjum ríkið

Opin ráðstefna um stafræna framtíð hins opinbera 24. september frá kl. 13–17.

Á ráðstefnunni verður fjallað um nýjar lausnir í stafrænni stjórnsýslu og ýmsar spennandi nýjungar kynntar. Meðal fyrirlesara er David Eaves, prófessor frá Harvard og sérfræðingur í stafvæðingu ríkja.

David Eaves

Harvard Kennedy School

Digital Transformation: Global Trends and Iceland’s Potential

David Eaves, lektor í opinberri stefnumótun við Harvard Kennedy School og meðstofnandi og ráðgjafi hjá ReCollect Systems.

David er sérfræðingur í stafvæðingu ríkja við Harvard Kennedy School. Árið 2018 var hann tilnefndur af Apolitical sem einn af 20 áhrifamestu einstaklingunum á sviði opinberrar stjórnsýslu.

David starfaði með kanadískum stjórnvöldum við innleiðingu stefnu um opin gögn. Kenningar hans hafa verið grunnstoð í stefnumótun á þessu sviði og gagnast víða í stafrænni stefnumótunarvinnu. Hann hefur starfað með fjölda sveitarfélaga, borgaryfirvalda og ríkja við innleiðingu stafrænnar stefnu, þ.á m. sem fulltrúi í starfshópi um gagnsæja stjórnsýslu í Ontario árin 2014–2015.

Auk þess að starfa með opinberum fulltrúum var David fyrsti fræðslustjóri Code for America samtakanna, sem sérhæfa sig í einföldum, áhrifaríkum og notendavænum lausnum í stafrænni stjórnsýslu. David hefur einnig starfað með Presidential Innovation Fellows við ráðgjöf og þjálfun í Hvíta húsinu. Auk þess er David einn stofnenda ReCollect System Inc, fyrirtækis sem sérhæfir sig í stafrænni stjórnsýslu og er með hundruð viðskiptavina í N-Ameríku.