Fara beint í efnið

Atvinnurekstur og sjálfstætt starfandi

Taka út innlagt lögmannsleyfi

Umsókn um afhendingu lögmannsleyfis

Hægt er að fá innlagt lögmannsleyfi afhent ef að lögmaður stefnir á að stunda lögmannsstörf aftur og uppfyllir öll skilyrði fyrir því að vera lögmaður. Ekkert gjald er tekið fyrir að fá réttindin afhent aftur. 

Ferlið

Fylla þarf út eyðublað og senda með tölvupósti á logmenn@syslumenn.is.

Sýslumaður gengur úr skugga um að viðkomandi uppfylli skilyrði um að vera lögmaður. Þá er leyfisbréfið sent til viðkomandi í ábyrgðarpósti. 

Auglýsing um að leyfið sé virkt er birt í Lögbirtingablaðinu og tilkynning send til Lögmannafélags Íslands.

Umsókn um afhendingu lögmannsleyfis

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra

Sýslu­mað­urinn á Norð­ur­landi eystra