Staðfesting erfðaskrár
Erfðaskrá er gerð til að tryggja að þær eignir sem einstaklingur vill að gangi til annara en löglegra erfingja eftir andlát sitt. Æskilegt er að sýslumaður geymi erfðaskrá og hægt að skila henni í það umdæmi sem arfláti býr.
Reglur og skyldur um erfðaskrá
Erfðaskrá þarf að uppfylla ákveðinn skilyrði til að vera gild
Einstaklingur þarf að hafa náð 18 ára aldri
Einstaklingur þarf að vera heill heilsu andlega og fær um að gera slíka ráðstöfun
Óheimilt er að ráðstafa umfram ⅓ hlut eigna í erfðaskrá ef viðkomandi á börn
Erfðaskrá á að vera skrifleg og undirrituð af arfleiðanda
Vottuð af notario publico (sýslumanni) eða tveimur vottum.
Reglur og skyldur um votta á erfðaskrá
Þurfa að vera 18 ára eða eldri
Áreiðanlegir og hvorki geðveikir eða andlega sljóir
Maki eða nánustu ættingjar mega ekki votta
Erfingjar samkvæmt erfðaskrá mega ekki votta
Kostnaður við vottun
Kostnaður við vottun lögbókanda (notarius publicus) eru 5.000 krónur.
Enginn kostnaður er fyrir varðveislu erfðaskrár hjá sýslumanni.
Sýslumenn
Sýslumenn