Ríkisborgararéttur fyrir barn (fætt 1964–1982)
Barn fætt fyrir 1. júlí 1982 í hjúskap móður sem er íslenskur ríkisborgari og föður sem er erlendur ríkisborgari öðlaðist ekki sjálfkrafa íslenskan ríkisborgararétt við fæðingu. Búið er að setja inn ákvæði í lög um íslenskan ríkisborgararétt sem gerir umsækjanda fæddum á tímabilinu 1. júlí 1964 til 30. júní 1982 kleift að leggja fram tilkynningu um íslenskan ríkisborgararétt.
Nánar á vef Útlendingastofnunar
Þjónustuaðili
Útlendingastofnun