Samningur Þjóðskrár Íslands og Scytl

Í samningi Þjóðskrár Íslands og Scytl er að finna ítarlegt yfirlit um hvernig fyrirhuguð lausn kemur til með að nýtast við íbúakosningar á Íslandi. Einnig er útlistun á því hvernig kerfið verður aðlagað og uppsett til að framkvæma megi tvær tilraunakosningar. Í samningnum kemur enn fremur fram hvert sé hlutverk og ábyrgð hagsmunaaðila í verkefninu.

Úttektir og framkvæmd í öðrum löndum

Kerfi Scytl hefur verið tekið út af óháðum aðilum, m.a. fyrir notkun þess í utankjörfundi í almennum kosningum í Frakklandi, tilraunum á sveitarstjórnarstigi í Noregi, Indlandi, Austurríki og Sviss.

Frumkóði norska kerfisins er aðgengilegur á netinu. Það ber að taka fram að sú útgáfa kerfisins er ekki sú sama og verður stuðst við í tilraunakosningunum á Íslandi en kóði þess er öllum aðgengilegur hér: