Um rafræn skilríki


  • Rafræn skilríki eru einföld og þægileg í notkun auk þess sem þau tryggja betur öryggi upplýsinga. Þau eru í takt við nútímann þar sem fólk er á ferð og flugi og sinnir sínum málum á netinu. 
  • Þau bjóða auðkenningu og undirskriftir, sem jafngilda því að framvísa persónuskilríkjum og pappírsundirritun. Engin önnur rafræn auðkenni gera þetta kleift.
  • Rafræn skilríki eru öruggasta almenna auðkenningin sem í boði er, þau koma í stað eldri aðferða sem tengir notendanafn við lykilorð.
  • Allir geta fengið rafræn skilríki og ekkert aldurstakmark er á þeim. Með einu PIN númeri er hægt að skrá sig inn á fjölmargar þjónustusíður sem geyma einkaupplýsingar notandans og undirritað rafræn skjöl.
  • Tvær leiðir eru í boði þegar útvega og virkja á rafræn skilríki: