Persónuvernd


  • Rafræn skilríki eru öruggasta almenna auðkenningin sem í boði er.
  • Þau uppfylla skilyrði laga nr. 28/2001, um rafrænar undirskriftir.
  • Rafræn skilríki byggja á svokallaðri Íslandsrót sem er í eigu og umsjá ríkisins.
  • Ríkið gefur ekki út skilríki til einstaklinga, en setur ströng skilyrði um útgáfuna.
  • Aðilar sem gefa út eða hyggjast gefa út skilríki til einstaklinga á Íslandi eru undir opinberu eftirliti Neytendastofu.
  • Með ströngum kröfum og eign sinni á Íslandsrót hefur ríkið fulla stjórn á umhverfi skilríkjanna og ber ábyrgð á þeirri grunngerð sem þau eru byggð á.