Öryggi


  • Rafræn skilríki eru öruggasta almenna auðkenningin sem í boði er. Sjá upplýsingar um fullvissustig innskráningar.
  • Innskráning er alltaf á öruggu svæði, https://innskraning.island.is.
  • Á mínum síðum á Ísland.is getur fólk skoðað sögu innskráninga sinna gegnum Ísland.is og þannig áttað sig á því ef óviðkomandi hefur komist yfir Íslykil eða rafræn skilríki þess.
  • Öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag (SSL).
  • Rafræn skilríki byggja á svokallaðri Íslandsrót sem er í eigu og umsjá ríkisins. Ríkið gefur ekki út skilríki til einstaklinga, en setur ströng skilyrði um útgáfuna. Aðilar sem gefa út eða hyggjast gefa út skilríki til einstaklinga á Íslandi eru undir opinberu eftirliti Neytendastofu.
  • Með ströngum kröfum og eign sinni á Íslandsrót hefur ríkið fulla stjórn á umhverfi skilríkjanna og ber ábyrgð á þeirri grunngerð sem þau eru byggð á.