Fá rafræn skilríki


  • Rafræn skilríki færðu hjá Auðkenni.
  • Hægt er að fá rafræn skilríki í síma og á kort.
  • Ef þú ætlar að útvega rafræn skilríki á síma kannarðu hvort símkortið þitt styður rafræn skilríki. Ef ekki getur þú útvegað slíkt kort hjá þínu símafyrirtæki.
  • Þú ferð svo í banka, sparisjóð eða til Auðkennis og færð rafræn skilríki þar.
  • Þegar sótt er um rafræn skilríki þarf ávallt að hafa með gilt ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini með mynd.
  • Þú þarft líka að velja eitt 4-8 stafa PIN númer sem þú stimplar svo inn í hvert sinn sem þú notar rafrænu skilríkin þín.