Um örorkumat og greiningu fötlunar
Tryggingastofnun ríkisins (TR) metur örorku þeirra sem sækja um örorkulífeyri eftir settum reglum. Stofnuninni er heimilt að setja það skilyrði að umsækjandi gangist undir sérhæft mat á möguleikum til endurhæfingar áður en til matsins kemur.
Greining fötlunar
Hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins fer fram athugun og greining barna með fatlanir og önnur frávik í þroska. Þangað geta foreldrar og aðstandendur einnig leitað til að fá upplýsingar og aðstoð. Upplýsingar, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins
Foreldrar barna sem glíma við fötlun eða alvarleg veikindi eiga rétt á umönnunargreiðslum. Greiðslurnar geta varað til 16 eða 18 ára aldurs barnsins. Sótt er um greiðslur á sérstöku eyðublaði hjá Tryggingastofnun og þarf læknisvottorð að fylgja umsókninni. Um umönnunargreiðslur og -kort vegna barna á vef TR Umsóknir á vef TR
Örorkumat
Einstaklingur á aldrinum 16 til 67 ára getur óskað eftir örorkumati í samráði við lækni sinn þegar ljóst er að hann nær ekki fullum bata eftir slys eða sjúkdóm. Algengt er að matið fari fram þegar einstaklingur hefur fengið sjúkradagpeninga í eitt ár.
Umsókn um örorkulífeyri og tengdar greiðslur, sérstöku vottorði frá lækni og frekari gögnum þarf að skila til Tryggingastofnunar ríkisins. Örorka á vef TR
Í sumum tilfellum er sá sem sækir um örorkumat kallaður í viðtal eða skoðun hjá lækni á vegum Tryggingastofnunar og getur hann þá átt rétt á endurgreiðslu ferðakostnaðar. Dvalarkostnaður á vef Sjúkratrygginga Ferðakostnaður á vef Sjúkratrygginga
Örorkubætur eru ákvarðaðar eftir sérstökum staðli í samræmi við niðurstöðu örorkumats. Örorkumat og -bætur á vef Sjúkratrygginga