Persónuvernd

  • ÍslykillTilgangurinn með Íslykli er að eigendur geti komist inn á lokaðar, einstaklingsmiðaðar síður stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja.
  • Tilgangurinn með skráningu farsímanúmers er að tryggja viðbótaröryggi þegar veittur er aðgangur að viðkvæmari upplýsingum. Þá eru send smáskilaboð í farsímann með styrkingarkóða.
  • Tilgangurinn með skráningu netfangs er að geta komið til eiganda mikilvægum skilaboðum sem varða öryggi Íslykilsins og öðrum mikilvægum ábendingum og upplýsingum.
  • Allar upplýsingar í Íslyklagrunni eru dulkóðaðar.
  • Þjóðskrá Íslands ábyrgist að farið verður með allar upplýsingar í gagnagrunni Íslykla sem trúnaðarmál og þær verða aldrei afhentar þriðja aðila.