Fara beint í efnið

Íslykill

Algengar spurningar

Hvað er Íslykill?

  • Lykilorð sem er tengt kennitölu einstaklings eða lögaðila.

  • Upphaflegt lykilorð sem útbúið er sjálfvirkt samanstendur af þremur orðum úr orðabók með punkti á milli.

  • Við fyrstu innskráningu með nýjum Íslykli er eigandi lykilsins beðinn að breyta honum. Nýja lykilorðið þarf að vera „sterkt“, þ.e. lágmark 10 stafir og blanda af bókstöfum, tölustöfum og táknum. Íslenskir sérstafir eru leyfðir. Ekki er gerður greinarmunur á há- og lágstöfum.


Hvað er styrktur Íslykill?

  • Þegar veittur er aðgangur að mjög viðkvæmum gögnum getur verið að gerðar séu auknar kröfur við innskráningu.

  • Styrktur Íslykill samanstendur af Íslykli og styrkingu (sex stafa tölu) sem er send með SMS til notanda.

  • Við innskráningu í fyrsta sinn með Íslykli er beðið um farsímanúmer og netfang til að nota þegar þörf er á auknu öryggi.

Hver fær Íslykil?

  • Fólk og fyrirtæki. Ekkert aldurstakmark er á Íslykli.

Hvar fæ ég Íslykil?

  • Í heimabanka. Athugið að Íslykill fyrir börn er aldrei sendur í heimabanka forráðamanna.

  • Í bréfpósti á sendiráð Íslands í útlöndum, þar sem bréfið fæst afhent gegn framvísun vegabréfs eða ökuskírteinis.

  • Í bréfpósti á íslenska konsúla í útlöndum, þar sem bréfið fæst afhent gegn framvísun vegabréfs eða ökuskírteinis.

Ég hef gleymt/týnt Íslyklinum mínum. Hvað geri ég?

  • Þú getur pantað nýjan Íslykil og fengið hann sendan í heimabankann eða í bréfpósti á til sendiráðs í þínu landi. 

  • Það verða þó að líða tvær klukkustundir frá því að pantað var síðast.

Rangur Íslykill, hvað geri ég?

  • Hakaðu í litla reitinn aftan við Íslykilssvæðið, þá sérðu hvað þú hefur slegið inn.

  • MAC-notendur athugið: Í Safari og Google Crome vöfrum fyrir MAC, skila broddstafir (á, é, í, ó, ú, og ý) sér ekki rétt þegar þeir eru slegnir inn í Íslykilsreitinn, nema hakað sé í litla reitinn aftan við áður en Íslykill er sleginn inn. Þegar MAC-notandi velur sér nýjan Íslykil til að nota framvegis er því mælt með að þessum broddstöfunum sé sleppt.

  • Athugaðu að ef þú slærð oftar en tíu sinnum í röð inn rangan Íslykil þá læsir kerfið þig úti þar til á miðnætti.

  • Alltaf er hætta á villum þegar orð eru slegin inn í blindni. Íslykill getur líka innihaldið íslenska sérstafi og hægt er að ruglast þegar reynt er að slá þá inn án þess að sjá þá birtast á skjánum. Þess vegna er gott að geta skoðað lykilorðið sitt áður en smellt er á staðfestingarhnappinn. Gættu þess bara að enginn sé að horfa yfir öxlina á þér því að Íslykillinn á að vera leynilegur.

Breyta Íslykli


Mér tekst ekki að breyta Íslyklinum!

  • Þegar verið er að búa til Íslykil til framtíðar, þá auðveldar það val á lyklinum að hafa hann sýnilegan við innslátt. Það er gert með haka í litla reitinn aftan við Íslykilssvæðið áður en lykillinn er sleginn inn.

  • Þegar stikan er orðin græn er styrkur lykilsins orðinn nægur. Athugaðu að græna stikan þarf ekki að ná alla leið.

Hvar finn ég Íslykilinn minn í heimabankanum?

  • Tegund skjals er „Íslykill“.

  • Hér er yfirlit yfir geymslustaði skjalsins í bönkunum. Athugaðu að það getur tekið 5–10 mínútur þar til skjalið berst í heimabankann.

  • Arion banki: Yfirlit/Rafræn skjöl

  • Íslandsbanki Yfirlit/Netyfirlit – rafræn skjöl

  • Landsbanki: Yfirlit/Rafræn skjöl 

Get ég fengið Íslykil fyrir barnið mitt í heimabanka?

  • Forráðamenn geta ekki fengið Íslykil barns sendan í eigin heimabanka. Ef barnið er hins vegar með heimabanka á eigin kennitölu er hægt að senda Íslykilinn þangað. Annars þarf að láta senda Íslykilinn á lögheimili barnsins.

Hvernig breyti ég Íslyklinum mínum?

  • Þú þarft alltaf að breyta nýjum Íslykli sem þú færð afhentan. Þú ert beðin(n) um að breyta, þegar þú skráir þig inn í fyrsta skipti með nýja lyklinum. 

  • Ef þú vilt breyta Íslyklinum síðar ferðu inn á „Mínar síður“ á Ísland.is (opnast í nýjum vafraglugga) og velur stillingar. Þar finnurðu hnapp til að breyta.

Hvernig breyti ég farsímanúmeri og netfangi?

  • Með Íslykli: Í bili er leiðin sú að þú sækir um nýjan Íslykil. Þá þarftu að breyta Íslyklinum og um leið býðst þér möguleiki að breyta farsímanúmeri og netfangi. 

Þjónustuaðili

Staf­rænt Ísland