Um innskráningarþjónustu Ísland.is

Innskráningarþjónusta Ísland.is er í eigu ríkisins og rekin af Þjóðskrá Íslands.

Í innskráningarþjónustu Ísland.is er val um þrjár mismunandi innskráningarleiðir:

  • Íslykill
  • Styrktur Íslykill (Íslykill og SMS í farsíma)
  • Rafræn skilríki á snjallkorti eða í farsíma
Fjölmargar stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök og fyrirtæki nýta innskráningu Ísland.is og fjölgar ört.  Daglega nota þúsundir manna innskráningu Ísland.is til að skrá sig inn á vefina og fá einstaklingsmiðaða þjónustu. Sjá nánar um innskráningarþjónustuna í tölum.

Vilt þú nýta innskráningu Ísland.is á þinn vef?

Sjá nánar í Tæknilegum upplýsingum.