Samningar við þjónustuveitanda vegna innskráningarþjónustu, umboðskerfis og fyrir hugbúnaðarhús

Réttindi og heimildir

  • Innskráningarþjónusta Ísland.is veitir eftir atvikum aðgang inn á vefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækjum með eftirfarandi fyrirvörum:
    • Þessir aðilar ákveða sjálfir hvaða kröfur þeir gera til innskráningar vegna þjónustu og aðgangs að gögnum.
    • Þessir aðilar sjá sjálfir um að takmarka aðgang vi þá sem eiga erindi.
    • Þessir aðilar sjá sjálfir um að takmarka aðgang við lögræðisaldur þar sem það á við.
    • Innskráning með Innskráningarþjónustu Ísland.is veitir engin réttindi eða heimildir umfram það sem lög og reglugerðir segja fyrir um.