Innskráning er alltaf á öruggu svæði, https://innskraning.island.is.
Samskipti vegna innskráningar fara aldrei fram á vef þjónustuveitanda.
Á mínum síðum á Ísland.is getur fólk skoðað sögu innskráninga sinna og þannig áttað sig á því ef óviðkomandi hefur komist yfir Íslykil eða rafræn skilríki þess.
Öll samskipti eru yfir dulritað burðarlag (SSL).
Allar persónuupplýsingar varðandi Íslykil eru dulritaðar. Ekki er hægt að birta Íslykilinn í neinum hluta kerfisins, aðeins tætigildi hans er geymt.