Hjálp

Leitað að upplýsingum

Efni á island.is er skipt upp eftir efnisflokkum. Þessa efnisflokka er að sjá á forsíðu vefsins.

Hægt er að nálgast efnið með eftirfarandi leiðum:

  • Velja efnisflokk á forsíðu og leita þar að undirkafla um viðkomandi efni.
  • Leita með Emblunni með því að skrifa leitarorð í leitarreit. Emblan er leitarvél sem skilur íslensku sem þýðir að hún tekur tillit til mismunandi orðmynda íslenskra orða; fallbeyginga, tölu og greinis.
  • Velja A-Ö og leita eftir upphafsstaf. Sem dæmi má nefna að ef leitað er að vegabréfi þá er smellt á V.

Á island.is eru nær öll eyðublöð ríkisins. Einnig er vísað á mörg eyðublöð á vegum sveitarfélaga en annars er bent á vef viðkomandi sveitarfélags. Þrjár leiðir eru til að finna viðkomandi eyðublað eða umsókn:

  • Með leitarorði.
  • Eftir upphafsstaf.
  • Eftir efnisflokk.