Leigusamningar segja til um rétt og skyldur leigjenda og leigusala. Án samnings er staða þeirra gagnvart lögum ótrygg.
Húsaleigusamningar skulu vera skriflegir.
Húsaleigusamningar geta verið ótímabundnir eða til ákveðins tíma.
Sé gerður munnlegur leigusamningur gilda um hann sömu ákvæði og um ótímabundna samninga.
Leigusala og leigutaka er frjálst að semja um leiguupphæð en samkvæmt lögum á hún að vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja.
Nánar á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar