STORK 2.0 ein auðkenningarþjónusta fyrir Evrópu

STORK 2.0 (Secure idenTity acrOss boRders linKed 2.0) byggir á árangri fyrra STORK verkefnisins með því að ganga lengra í þá átt að auka upptöku rafrænnar auðkenningar í Evrópu, og hefur að markmiði að gera Evrópu að einu rafrænu innskráningar- og auðkenningarsvæði. Verkefninu var hleypt af stokkunum í apríl 2012 og gert er ráð fyrir að því ljúki í lok árs 2015.

Þjóðskrá Íslands, fjármálaráðuneytið og Advania eru þátttakendur í Stork 2.0 fyrir Íslands hönd.

STORK 2.0 er samvinnuverkefni upplýsingatækniáætlunar ESB (ICT Policy Support Programme) sem heyrir undir Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB (CIP). Að verkefninu koma 58 aðilar 19 Evrópulanda. Fjögur meginmarkmið STORK 2.0 verkefnisins eru:

  • Stuðla að aukinni notkun rafrænna auðkenna í opinberri þjónustu með samræmingu á landsvísu og milli landa Evrópu og stuðla þannig að samtengdri auðkenningarþjónustu fyrir öll sambandsríkin.
  • Stuðla að innleiðingu sveigjanlegra lausna á Evrópusvæðinu, með áherslu á notkun opinna lausna og sameiginlega sýn á notkun rafrænna auðkenna fyrir aðgang að þjónustu. (Mikilvægt er að byggja sterkt bakland hjá öllum Evrópuþjóðunum sem og atvinnulífi hvers þeirra).
  • Auka samleitni einkageirans og hins opinbera í auðkenningum þannig að einstaklingar og lögaðilar noti sömu öruggu innskráningar- og auðkenningarþjónustuna.
  • Fjögur tilraunaverkefni sem vinna þvert á atvinnugreinar og landamæri til að prófa og sýna möguleika og ávinning af samhæfðri auðkenningarþjónustu milli landa í raunumhverfi.

Leitast verður við að ná markmiðunum í gegnum tilraunaverkefnin fjögur (rafrænt nám og rafrænan aðgang að námsferli, rafræna bankaþjónustu, rafræna viðskiptaþjónustu og rafræna heilbrigðisþjónustu) þar sem hægt verður að nálgast viðkomandi þjónustu milli landa með raunverulegum verkefnum. Tilraunaverkefnin eru til þess fallin að meta sameiginlegar forskriftir, staðla og annan búnað sem nauðsynlegt verður að útfæra ásamt mögulegum breytingum á lögum og stjórnarháttum (milli landa, innanlands og þvert á atvinnugreinar). Þjónustan mun auðvelda landamæralausan rafrænan lífsstíl og hreyfanleika innan Evrópusvæðisins og efla hugmyndafræðina um einn stafrænan markað (Digital Single Market) fyrir opinbera og einkarekna þjónustu sem er í samræmi við lög um þjónustuviðskipti á innri markaði EES (Services Directive).

STORK 2.0 verkefnið byggir á sameiginlegu átaki stærri tilraunaverkefna sem þegar eru í gangi og má þar nefna fyrra  STORK-verkefnið sem stóð frá maí 2008 fram í desember 2011, e-CODEX (rafrænn aðgangur að réttarkerfinu, e-Justice Communication via Online Data Exchange), epSOS (rafræn þjónusta við sjúklinga, European Patients – Smart open Services,), PEPPOL (rafræn innkaup – Pan-European Public Procurement Online) og SPOCS (rafræn viðskipti – Simple Procedures Online for Cross-Border Services). Meðfram verkefnunum þróast samfélög hagsmunaaðila eins og  Industrial Monitoring Group (eftirlitshópur iðnaðarins) og Member State Reference Group (ráðgjafahópur aðildarríkjanna), þar sem þeim ásamt fulltrúum ríkisstjórna aðildarríkjanna sem ekki eru beinir þátttakendur í verkefninu er boðið að borðinu til að tryggja sem víðtækasta dreifingu samræmdrar rafrænnar framtíðarauðkenningar Evrópusvæðisins.

Talsmaður STORK 2.0 verkefnisins, Ana Maria Piñuela Marcos, segir: “Stóru tilraunaverkefnin eru hornsteinn innleiðingar sameiginlegra lausna sem munu færa Evrópubúum aðgengilega rafræna opinbera þjónustu. Í nánu samráði við hin verkefnin tekur STORK 2.0 nú það mikilvæga brautryðjandaskref að votta og auðkenna ekki eingöngu einstaklinga heldur einnig lögaðila.”

Um STORK 2.0 verkefnið:

STORK 2.0 (Secure idenTity acrOss boRders linKed 2.0) byggir á fyrra STORK verkefninu, en tekur nú ákveðnari skref í þá átt að gera notkun rafrænna auðkenna í Evrópu víðtækari en verið hefur. Markmiðið er að koma upp einni samræmdri auðkenningarþjónustu fyrir allt Evrópusvæðið. Það sem er nýtt í þessu verkefni er að áhersla er lögð á að hafa eina og sömu þjónustu fyrir opinbera aðila og einkaaðila bæði í uppbyggingu og framkvæmd, þannig að allir hafi aðgang að sömu öruggu innskráningar-  og auðkenningarþjónustunni. Þjónustan tekur til upplýsinga eins og umboðs, sem hægt verður að nýta þvert á landamæri. Slíkar upplýsingar verða vel varðar og notendastýrðar.

Í tilraunaverkefnum STORK 2.0, er lögð áhersla á að sýna fram á möguleika rafrænna samskipta varðandi rafrænt nám og rafrænan aðgang að námsferli á háskólastigi (eLearning, Academic Qualifications), rafræna bankaþjónustu (eBanking), rafræna viðskiptaþjónustu (Public Services for Business ) og rafræna heilbrigðisþjónustu (eHealth), einnig að sýna fram á samvirkni í raunumhverfi og staðfesta forskriftir, staðla og annan búnað sem nauðsynlegt er að útfæra sem og leiða fram mögulegar breytingar á lögum og stjórnarháttum. Þjónustan mun auðvelda rafrænan lífsstíl án landamæra og hreyfanleika innan Evrópusvæðisins og efla hugmyndafræðina um einn stafrænan markað (Digital Single Market) fyrir opinbera og einkarekna þjónustu sem samræmist lögunum um þjónustuviðskipti á innri markaði (Services Directive).

STORK 2.0 er samvinnuverkefni upplýsingatækniáætlunar ESB (ICT Policy Support Programme) verkefni sem heyrir undir Samkeppnis- og nýsköpunaráætlun ESB (CIP). STORK 2.0 er lykilverkefni í stuðningi við samkeppnishæft stafrænt hagkerfi sem tilgreint er í Europe 2020 stefnunni og er í takt við helstu aðgerðir í Stafrænu áætluninni (Digital Agenda), og stuðlar þannig að leiðtogahlutverki Markaðs rafrænnar auðkenningar (eID market). Nítján þjóðlönd eru beinir þátttakendur í STORK 2.0 ráðinu (Austurríki, Belgía, Tékkland, Eistland, Frakkland, Grikkland, Ísland, Ítalía, Litháen, Lúxemborg, Holland, Portúgal, Slóvenía, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Tyrkland og Bretland) en verkefnið telur 58 þátttakendur alls.

STORK 2009 - 2011

World eID ráðstefna í Nice í Frakklandi haustið 2013
World eID Congress in Nice, France autumn 2013
Frekari upplýsingar um STORK (en)
STORK 2.0, bæklingur
STORK 2.0 eIDAS

STORK 2.0 Fjölmiðlaskrifstofan: communication@eid-stork2.eu