EIII - Evrópskt internet fyrir alla

Aðgengi fyrir alla er forsenda rafrænnar þjónustu

 • Þjónusta er í auknum mæli að færast af afgreiðsluborðum yfir á vefinn og gildir þá einu hvort um er að ræða þjónustu hins opinbera eða einkaaðila. Þjónusta á vefnum er hagkvæm og sparar tíma og fyrirhöfn fyrir bæði þjónustuveitendur og notendur.
 • En ávinningur nær skammt ef hluti notenda getur ekki nýtt sér vefviðmót sökum aðgengisvanda. Fólk með fötlun þarf oft að yfirstíga stórar hindranir til að nota rafræna þjónustu.
 • Skortur á aðgengi veldur stafrænni mismunun sem er líka félagsleg mismunun. Með hækkandi lífaldri í Evrópu má búast við að þörfin fyrir aðgengilegri opinberri þjónustu eigi eftir að aukast til muna. 
 • Rannsókn sem gerð var á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiðir í ljós að einungis 10% vefsíðna hins opinbera í Evrópu uppfylla alþjóðlegar lágmarks aðgengiskröfur.

EIII nálgunin

 • EIII verkefninu er ætlað að auðvelda útfærslu vefaðgengistilskipunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
 • Tilgangur verkefnisins er að hanna vefsvæði sem tengir sjálfvirkar aðgengisprófanir við vefviðmót sem auðveldar notendum að gera aðgengisprófanir og túlka niðurstöðurnar.
 • EIII verkefnið byggir á frjálsum hugbúnaði, er gagnsætt og tryggir áreiðanlegar niðurstöður, auðveldar upptöku, og tryggir samræmi í prófunum sem aftur auðveldar aðgengismat og aðgengisúrbætur.
 • Markmið verkefnisins er að brúa stafrænu gjána og tryggja að bæði vefir og önnur stafræn þjónusta svo sem stafrænt sjónvarp nái til allra Evrópubúa.

Markhópur EIII

 • Notendur.
 • Stjórnmálamenn og stefnumótendur.
 • Sérfræðingar og rannsóknarfólk.
 • Framleiðendur aðgengishugbúnaðar.
 • Eigendur vefsvæða.

EIII er fjármagnað af sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins.