Einfalt rafrænt evrópskt þjónustunet


  • e-SENS (Einfalt rafrænt evrópskt þjónustunet) er umfangsmikið verkefni sem fangar hugmyndina um eitt evrópskt rafrænt markaðssvæði. Með verkefninu er tæknilegum og lagalegum hindrunum rutt úr vegi með lausnum sem gera almenningsþjónustu aðgengilega og einfalda.
  • e-SENS styrkir og bætir þær tæknilausnir sem fyrir eru og byggir og þróar sjálfbært samvirkt kerfi ofan á þær. e-SENS verkefninu er ætlað að auka gæði almannaþjónustu í Evrópu og gera hana aðgengilega á milli landa.  
  • e-SENS nær til mismunandi sviða upplýsinga- og fjarskiptatækni sem prófuð eru í tilraunaverkefnum eins og rafrænni heilbrigðisþjónustu (e-Health), rafrænu réttarkerfi (e-Justice), rafrænum útboðum (e-Procurement) og rafrænni fyrirtækjaskráningu og viðskiptaumhverfi.
  • Þjónustan gengur þvert á landamæri og gerir þannig mögulegar raunfærslur milli lögaðila/einstaklinga og stjórnsýslunnar milli landa.
  • E-SENS lausnirnar byggja á stöðluðum tæknilegum útfærslum sem hægt er að samþætta og samræma öðrum sérhæfðum forritum sem þegar eru í notkun á hverju sérsviði.
  •  Markmiðið með að nota almennar og endurnýtanlegar einingar er að geta tengst hvaða upplýsingatæknikerfi sem er og bjóða lögaðilum og einstaklingum þjónustu milli landa.