Sala notaðra ökutækja

Almennar upplýsingar

Hver sá sem reka vill verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki skal hafa til þess leyfi sýslumanns í því umdæmi sem starfsstöð viðkomandi er, sbr. 12. gr. laga nr. 28/1998 um verslunaratvinnu. Leyfi sýslumanns þarf til að:

  1. stunda milligöngu um sölu notaðra skráningarskyldra ökutækja þegar slík viðskipti eru þáttur í atvinnustarfsemi milligönguaðila.
  2. stunda sölu á notuðum skráningarskyldum ökutækjum í eigu seljandans þegar slík viðskipti eru þáttur í atvinnustarfsemi hans.

Skilyrði

Fylgigögn með umsókn

  • Vottorð um skráningu í firmaskrá/hlutafélagaskrá, sé umsækjandi lögaðili.
  • Afrit af skírteini starfsábyrgðartryggingar. Tryggingin skal gefin út á starfsemina en ekki tiltekna starfsmenn.
  • Afrit af prófskírteini forsvarsmanns sem staðfestir að viðkomandi hafi staðist próf prófnefndar bifreiðasala.
  • Sakavottorð forsvarsmanns og stjórnarmanna.
  • Vottorð um að forsvarsmaður og stjórnarmenn hafi forræði á búi sínu.
  • Búsetuvottorð forsvarsmanns og stjórnarmanna.
  • Sé stjórnarmaður ríkisborgari í ríki sem aðili er að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið skal leggja fram staðfestingu á ríkisfangi hans.

Umsóknareyðublað

EUGO-010 Umsókn um leyfi til sölu notaðra ökutækja  

Lög og reglugerðir