Umsókn um iðnaðarleyfi

Almennar upplýsingar

Enginn má reka iðnað í atvinnuskyni á Íslandi eða í íslenskri landhelgi, nema hann hafi til þess fengið tilskilið leyfi.

Skilyrði

Hver maður getur fengið leyfi til að reka iðnað, handiðnað og verksmiðjuiðnað, ef hann fullnægir eftirgreindum skilyrðum:

  1. Er íslenskur ríkisborgari. Erlendur ríkisborgari, sem á lögheimili hér á landi og hefur átt það samfellt í a.m.k. eitt ár, skal þó vera undanþeginn skilyrði um íslenskt ríkisfang. Frá gildistöku laga um Evrópska efnahagssvæðið skulu ríkisborgarar annarra aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins vera undanþegnir skilyrðum um íslenskt ríkisfang og búsetu hér á landi samkvæmt nánari ákvæðum sem ráðherra setur með reglugerð.
  2. Er lögráða.
  3. Hefur forræði á búi sínu.
  4. Hefur ekki hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað, slíkan sem um ræðir í hegningarlögum.
  5. Hefur viðskiptaþekkingu, svo sem bókhaldskunnáttu, sem krafist er við burtfararpróf úr iðnskóla.
  6. Fullnægir að öðru leyti skilyrðum þeim, sem sett eru í lögum þessum.

Umsóknareyðublað

EUGO-006 Umsókn um iðnaðarleyfi

Lög og reglugerðir