Umsókn um leyfi til að vera héraðsdómslögmaður

Almennar upplýsingar

Umsókn um leyfi til að vera héraðsdómslögmaður skal beint til dómsmálaráðherra. Eftir því sem þörf er á skal umsækjandi leggja fram gögn til stuðnings því að hann fullnægi skilyrðum. Hann skal að auki vinna að því skriflegt heit að viðlögðum drengskap að hann muni rækja af trúmennsku og samviskusemi öll þau störf sem honum kunna að verða falin sem lögmanni.

Skilyrði

  1. er lögráða og svo á sig kominn andlega að hann sé fær um að gegna störfum lögmanns,
  2. hefur aldrei orðið að sæta því að bú hans sé tekið til gjaldþrotaskipta,
  3. hefur óflekkað mannorð, svo sem áskilið er til kjörgengis við kosningar til Alþingis,
  4. hefur lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskóla
  5. stenst prófraun skv. 7. gr. laga um lögmenn

Umsóknareyðublað

EUGO-005 Umsókn um leyfi til að vera héraðsdómslögmaður

Lög og reglugerðir