Umsókn um tækifærisleyfi eða tímabundið áfengisveitingaleyfi

Almennar upplýsingar

Um tækifærisleyfi til skemmtanahalds og tímabundin áfengisveitingaleyfi er fjallað í 17. og 18. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. til 33. gr. reglugerðar nr. 587/2007 um sama efni.

Gátlisti

Í umsókn um tækifærisleyfi eða tímabundið áfengsveitingaleyfi skal gerð grein fyrir hvers konar samkomu sótt er um skv. ofanrituðu.
Þá skal jafnframt gera grein fyrir eftirfarandi:

  1. Staðsetningu skemmtunar eða atburðar.
  2. Áætluðum fjölda gesta.
  3. Lengd skemmtunar eða atburðar.
  4. Aldursdreifingu gesta sem líklegt er að sæki skemmtunina eða atburðinn.
  5. Dagskrá skemmtunar eða atburðar ef hún liggur fyrir.

Umsóknareyðublað

EUGO-031 Umsókn um tækifærisleyfi