Starfsleyfi vegna hársnyrtistofa
Almennar upplýsingar
Umsækjandi skal beina umsókn sinni til heilbrigðiseftirlits í viðkomandi sveitarfélagi og gefa viðeigandi upplýsingar um sjálfan sig, tegund og umfang starfseminnar. Heilbrigðiseftirlit getur óskað eftir frekari upplýsingum ef þörf krefur.
Skilyrði leyfis
Starfsleyfisskilyrði fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi
Skilyrði þessi gilda fyrir rekstur starfsemi sem veitir persónulega þjónustu s.s. hársnyrtingu,
snyrtingu, fótsnyrtingu, förðun, trimmform, nudd, naglaásetningu, leirvafninga og aðra
sambærilega starfsemi.
Starfsleyfið gildir aðeins í húsnæði og á athafnasvæði sem tilgreind er í starfsleyfinu. Húsnæði skal hafa hlotið samþykki byggingarnefndar í viðkomandi sveitarfélagi.
Umsóknareyðublað
EUGO-029 Starfsleyfi til heilbrigðiseftirlitsins