Skref 1

Þessi vefur er hluti af innleiðingu þjónustutilskipunar Evrópusambandsins sem ætlað er að auðvelda ríkisborgurum á Evrópska efnahagssvæðinu að veita þjónustu á innri markaði Evrópusambandsins.

Þjónustutilskipuninni er ætlað að tryggja jafna samkeppnisaðstöðu þeirra sem veita þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu.

Á vef EUGO.is getur þú sótt um öll þau leyfi er heyra undir þjónustutilskipunina.

Þrjú skref

  • Skref 1: Fyrst er að kynna sér ferlið og athuga hvort viðkomandi leyfi falli undir tilskipunina. Það getur þú gert með því að kanna hvort leyfið finnst á yfirlitssíðu umsókna. Þar velur þú leyfið sem þú hefur hug á að sækja um, fyllir það út og vistar niður á tölvuna þína. Mikilvægt er einnig að kynna sér þau skilyrði og lög sem gilda um viðkomandi leyfi. Þær upplýsingar finnurðu á síðu viðkomandi leyfis.
  • Skref 2: Velja umsókn á yfirlitssíðu umsókna eða á síðunni A-Ö.
  • Skref 3: Hér getur þú hlaðið upp útfylltu umsóknareyðublaði ásamt þeim fylgiskjölum sem krafist er og sent rafrænt. Þú færð staðfestingu á að umsókn þín hafi verið send. 
Til að senda umsókn rafrænt þarf að auðkenna sig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Mikilvægt er að fyrsta skjalið sem hlaðið er upp í Netskilunum sé umsóknareyðublaðið sem hlaðið var niður af yfirlitssíðu umsókna. Síðan getur þú bætt við fylgiskjölum. Sé þetta ekki gert í þessari röð geturðu ekki sent umsóknina rafrænt þar sem umsóknin sjálf geymir upplýsingar um það hvert hún er send með Netskilum.

Ferlið - Skref fyrir skref

Vert að skoða