EUGO

PSC (Point of Single Contact)

EUGO eða PSC eru rafrænar þjónustugáttir opinberra aðila í Evrópu sem mynda eitt samstarfsnet.

Allt á einum stað

Þar getur þú:

  • Kynnt þér skilyrði leyfa sem og lög og reglur sem gilda um hvert þjónustusvið.
  • Klárað allt umsóknarferli þeirra leyfa og umsókna er heyra undir þjónustutilskipunina rafrænt.
  • Afgreitt þig sjálfur, hvar sem er og hvenær sem er - allt á einum stað!
Þjónustugáttirnar eiga að hjálpa þér að svara spurningum eins og:
  • Hvaða leyfi þarf ég til að hefja rekstur í tilteknu landi innan Evrópu?
  • Hvað þarf ég að gera ef ég hef hug á að starfrækja rekstur tímabundið?
  • Hvernig sæki ég um tiltekið leyfi? Hvaða stofnun er ábyrg fyrir tilteknu leyfi?
  • Hvernig get ég fengið fagmenntun mína viðurkennda?
  • Þarf ég að greiða fyrir leyfið? Ef svo er, hve mikið? Hve langan tíma tekur afgreiðsla leyfisins?
  • Hvað þarf ég að gera til geta hafið rekstur t.a.m. veitingastaðar eða opnað verslunar, eða starfað sem ferðaskipuleggjandi í öðru Evrópulandi án þess að setja upp varanlega starfsstöð í því landi?
  • Hvar get ég leitað mér frekari upplýsinga?

EUGO-evrópskt samstarfsnet

Í Evrópu er nú (2015) 31 rafræn þjónustugátt/EUGO vefur. Allar evrópsku þjónustugáttirnar eru hluti af einu og sama netinu.

EUGO eða Psc eru rafrænar þjónustugáttir opinberra aðila í Evrópu sem mynda eitt samstarfsnet. Hér eru löndin sem taka þátt.