Hvernig virka netskil?

Hlaða niður - Download
Opna, fylla út og vista - Open, fill out and save
Hlaða upp og senda - Upload and send

Hlaða niður - Download

Eyðublað. Eyðublöð í netskilum eru merkt með tákni Netskila. Eyðublöðin eru útbúin fyrir PDF-lesara af gerðinni Adobe Reader 8,0 eða nýrri.  Hægt er að sækja nýjustu útgáfuna af Adobe Reader hér.

Hægrismelltu til að hlaða niður skjalinu:

 • Hægrismelltu á skjalið og veldu "Save Target as / Vista tengil sem / Save Link as". Vistaðu skjalið á vísum stað í tölvunni. (Til að fá hægri smell hjá Mac notendum getur þurft að halda niðri Ctrl-takkanum um leið eða smella með tveimur fingrum ef notaður er músaflötur (trackpad)).
 • Athugaðu: Það má alls ekki opna skjalið í vafra því að sumir vafrar leyfa ekki vistun skjals eða eyðileggja það á annan hátt. Þegar reynt er að opna skjalið í vafra eða í PDF-lesara öðrum en Adobe koma eftirfarandi skilaboð (þetta er ekki villa, það er bara verið að segja að það verður að opna skjalið í Adobe Reader):
  • If this message is not eventually replaced by the proper contents of the document, your PDF viewer may not be able to display this type of document.
  • You can upgrade to the latest version of Adobe Reader for Windows®, Mac, or Linux® by visiting http://www.adobe.com/products/acrobat/readstep2.html. 
  • For more assistance with Adobe Reader visit http://www.adobe.com/support/products/acrreader.html.

Opna, fylla út og vista - Open, fill out and save

Opna skjalið - þrjár leiðir:

 1. Leið 1: Hægri smelltu á skjalið og veldu „Open with“, þá áttu að geta valið Adobe Reader. Ef þú sérð ekki „Open with“ veldu þá Leið 2.
 2. Leið 2: Opnaðu Adobe Reader sem þú varst að hlaða niður (á Mac er það í möppunni Applications). Oft kemur þá spurning um að gera Adobe Reader að sjálfgefnum lesara (default reader). Ef sagt er já við því þá er hægt að opna skjalið með því að smella á það.
 3. Leið 3 ef ekki kemur spurning um sjálfgefinn lesara: Opnaðu Adobe Reader ef þú varst ekki þegar búin(n) að því. Farðu í File (efst til vinstri), veldu Open og opnaðu skjalið þaðan.
Fylla út eyðublaðið og vista:
 1. Fylltu út allar nauðsynlegar upplýsingar. Nauðsynlegt er að fylla í alla reiti í rauðum römmum í skjalinu.
 2. Vistaðu útfyllt skjal á nýjan leik.
Safnaðu saman fylgiskjölum ef við á.

Hlaða upp og senda - Upload and send

1.  Innskráning. Notandi smellir á hnapp merktan Netskil á vefnum Ísland.is eða á vef viðkomandi stofnunar. Hnappinn er að finna í námunda við eyðublöðin.

Netskil hnappur grárNú opnast innskráningargluggi á Ísland.is þar sem notandi getur skráð sig inn með Íslykli eða með rafrænum skilríkjum. Innskráningin er staðfesting á því að sendandi eyðublaðsins sé sá sem hann segist vera. Hægt er að sækja um Íslykil hér og rafræn skilríki fást hjá bönkum. Nauðsynlegt er að hafa Íslykil eða rafrænt skilríki við höndina áður en hafist er handa við netskilin.

Skjámyndin sýnir innskráningarglugga þar sem notandi skráir sig inn.

Netskil2. Netskil. Að innskráningu lokinni opnast skilagluggi á Ísland.is. Mikilvægt er að notandi hlaði upp útfyllta eyðublaðinu í reitinn Eyðublað, og smelli svo á hnappinn Bæta við fylgiskjali til að hlaða upp hugsanlegum fylgiskjölum.

Skjámyndin sýnir hvar notandi hefur skrifað netfang sitt tvisvar og hlaðið upp útfylltu eyðublaði. Staðfestingarpóstur um móttöku skjalsins verður sendur á uppgefið netfang. 

Athugið eftirfarandi: Skilaglugginn gefur upp villu ef reynt er að setja í eyðublaðareitinn önnur skjöl en PDF-skjölin sem eru á vefnum og merkt með tákni netskila. Einungis má fylla í útfyllanlega reiti í þessum skjölum, en ekki breyta þeim á annan hátt, hvorki skanna inn upplýsingar í þau né eyða úr þeim upplýsingum. Ef það er gert verða þau ónothæf og upp kemur villa. Ef staðfestingarglugginn hér fyrir neðan birtist ekki er líklegt að villa hafi komið upp í kerfinu. Ef grunur leikur á því má hafa samband við Ísland.is, island@island.is eða viðkomandi stofnun.

Netskil 23. Staðfesting. Skjölin eru send á viðkomandi stofnun og viðskiptavinur fær staðfestingu í tölvupósti um að skjölin hafi verið móttekin.

Skjámyndin sýnir staðfestingu til notanda. Hafið samband við stofnunina ef staðfesting berst ekki í tölvupósti innan eins til tveggja virkra daga.

Netskil 3

Notendur netskila