Erlend vinnuvélaréttindi fyrir krana, lyftara og/eða jarðvinnuvélar
Íbúar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) hafa rétt á að fá vinnuvélaréttindi frá aðildarríkjum EES viðurkennd á Íslandi.
Eftirtalin gögn skulu fylgja umsókninni:
Afrit af ökuskírteini
Afrit af erlendu vinnuvélaskírteini
Gögn sem sýna fjölda tíma í bóklegri og verklegri kennslu vegna erlendu réttindanna
Þegar sótt er um kranaréttindi, fyrir flokka A, B, D og P, þarf læknisvottorð
Öll gögn skulu vera þýdd á íslensku eða ensku fyrir öll tungumál nema dönsku, norsku eða sænsku.