Fara beint í efnið

Ellilífeyrir

Umsókn um ellilífeyri

Ellilífeyrir frá Tryggingastofnun eru greiðslur almannatrygginga sem þú getur átt rétt á þegar þú nærð ellilífeyrisaldri. Greiðslurnar eru fjármagnaðar af ríkissjóði.

Þar að auki getur þú átt rétt á greiðslum úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði.

Almennar upplýsingar

Þú getur átt rétt á ellilífeyri ef þú:

  • ert 67 ára eða eldri,

  • hefur átt lögheimili á Íslandi í minnst 3 ár á aldrinum 16 til 67 ára.

Full réttindi myndast við 40 ára búsetu á Íslandi milli 16 til 67 ára aldurs. Upphæðir eru annars í hlufalli við búsetu.

Hafir þú búið erlendis gætir þú átt rétt á ellilífeyri þaðan.

Ef þú hefur lítinn eða engan rétt til ellilífeyris getur þú sótt um viðbótargreiðslur.

Umsóknarferli

Þú getur fyllt út umsókn:

Fylgigögnum má skila í gegnum Mínar síður.

Ef þú færð örorkulífeyri við 67 ára aldur þarft þú ekki að sækja um. Lífeyrinn breytist sjálfkrafa í ellilífeyri.

Ef þú býrð erlendis þarftu að sækja um í gegnum viðeigandi stofnun í búsetulandi.

Tekjuáætlun

Upphæð ellilífeyris er tengd tekjum. Mikilvægt er að skila tekjuáætlun með umsókn þinni en hana er hægt að fylla út með sömu leiðum og umsóknina.

Frítekjumörk ráða hversu mikið ellilífeyrir lækkar í hlutfalli við aðrar tekjur. Því er mikilvægt að tekjuáætlun þín sé alltaf rétt.

Þú getur breytt tekjuáætlun á Mínum síðum Tryggingastofnunar.

Niðurstaða

Þegar niðurstaða liggur fyrir færðu tölvupóst og tilkynningu á Mínum síðum TR undir Mín skjöl.

Þar getur þú einnig séð upphæðir út árið í greiðsluáætlun.

Ef þú ert ósammála ákvörðuninni getur þú:

Fyrirkomulag greiðslna

Ellilífeyrir er fyrirframgreiddur fyrsta dag hvers mánaðar og þú færð upphæðina inn á bankareikninginn þinn sem gefinn er upp á Mínum síðum.

Hægt er að fá eina greiðslu á ári í stað mánaðarlegra greiðslna ef inneign er til staðar að loknu uppgjöri Tryggingastofnunar.

Kosturinn við að fá greitt einu sinni á ári á grundvelli skattframtals er að þú færð nákvæmlega það sem þú átt rétt á. Þá er engin hætta á að fá kröfu við uppgjör vegna ofgreiddra greiðslna. Sótt er um eina greiðslu á ári á Mínum síðum TR.

Umsókn um ellilífeyri

Þjónustuaðili

Trygg­inga­stofnun